Sjómannalög
Miðvikudaginn 04. apríl 1990


     Frsm. samgn. (Jón Helgason):
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á sjómannalögum nr. 35/1985.
    Frv. fjallar um það að 81. gr. sjómannalaga falli brott en gerðar hafa verið athugasemdir við hana frá Alþjóðavinnumálastofnuninni þar sem hún er talin brjóta í bága við ákvæði í samþykkt þeirrar stofnunar. Þó að slíkt sé ekki meiningin í efni þessarar greinar að framkvæma hana á þann hátt þá hafa íslensk stjórnvöld talið rétt að leggja þetta frv. fram þar sem ástæðulaust er að halda þessu inni í lögum. Samgn. hefur fjallað um frv. og er samþykk því að það verði samþykkt óbreytt.
    Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Halldór Blöndal og Egill Jónsson.
    Þeir sem mæla með frv. eru Karvel Pálmason, Skúli Alexandersson, Jón Helgason, Þorv. Garðar Kristjánsson og Stefán Guðmundsson.