Atvinnumál kvenna á landsbyggðinni
Fimmtudaginn 05. apríl 1990


     Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson):
    Hæstv. forseti. Ég nota tækifærið og þakka hæstv. fjmrh. svör hans við þessari fyrirspurn og það sérstaklega að í dag hefst herferð á vegum ráðuneytisins til þess að berjast gegn skattsvikum og upplýsa almenning.
    Ég ítreka það hins vegar og beini því til hans að ég held að mikilvægt væri að gera mjög fljótlega skipulega könnun þar sem gerð yrði í þjóðfélaginu úttekt á þeim fullyrðingum sem ég minntist á, að nótulaus viðskipti hefðu aukist með hinum miklu kerfisbreytingum, staðgreiðslukerfinu og ekki síður nú með upptöku á virðisaukaskatti.