Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 886 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 94/1980, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum. Nál. er frá fjh.- og viðskn.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt. Undir þetta rita Guðmundur Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Skúli Alexandersson, Guðrún Agnarsdóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson og Eiður Guðnason. Halldór Blöndal var fjarverandi afgreiðslu málsins.
    Ég held að ég þurfi ekki að hafa mörg orð um frv. en legg til að málið verði samþykkt til 3. umr.