Jöfnun orkukostnaðar
Mánudaginn 09. apríl 1990


     Ragnhildur Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Frú forseti. Ég vil aðeins láta þess getið að ég tel að þetta þingskapaákvæði eigi ekki við um það ef þingmaður bregður sér í símann eða annarra nauðsynjaerinda hér innan húss sem ekki er þörf að tíunda frekar. Ég held að það hafi aldrei tíðkast að biðja forseta leyfis til slíks ef menn þurfa nauðsynlega að víkja úr þingsal og þeir teljist sækja þingfund fyrir því.