Fundarlok
Laugardaginn 21. apríl 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég var náttúrlega ekki staddur á þeim fundi sem var kl. hálfeitt, en við vorum búnir að gera samkomulag um það að hér yrði lokið fundum kl. 2 eða eftir því sem á stæði. Það er að vísu rétt að ríkisstjórnin var mjög sein með mörg mál. Það er náttúrlega ekki mat forseta hvort tekið sé til máls um smámál. Ef að mati hans er um smámál að ræða mega þau væntanlega bíða fram yfir helgi.