Listskreytingasjóður ríkisins
Laugardaginn 21. apríl 1990


     Guðmundur G. Þórarinsson:
    Virðulegi forseti. Menntmn. hefur fjallað um frv. um Listskreytingasjóð ríkisins. Borist hafa um það umsagnir frá borgarstjóranum í Reykjavík, stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins og Listasafni Íslands. Umsagnir þeirra tveggja fyrst nefndu eru birtar sem fylgiskjöl með nál. menntmn.
    Um leið og nefndin mælir með samþykkt frv. vill hún leggja á það áherslu að hún telur mikilvægt að lögbundin framlög til sjóðsins séu ekki skert í fjárlögum.
    Árni Gunnarsson var fjarverandi afgreiðslu málsins en aðrir nefndarmenn rita undir álitið.