Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
Þriðjudaginn 24. apríl 1990


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Herra forseti. Ég vil taka það fram að ég er lóðrétt ósammála hv. 2. þm. Norðurl. e. í þessu máli og tel að hans málflutningur byggist að verulegu leyti á misskilningi. Ég leyfi mér hins vegar að stinga upp á því við hæstv. forseta að málið fari til nefndar aftur á milli 2. og 3. umr. ef það mætti verða til þess að greiða úr þessum misskilningi og greiða fyrir afgreiðslu málsins.