Raforkuver
Þriðjudaginn 24. apríl 1990


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég hef verið hér og hlustað á ræðu hv. 2. þm. Norðurl. e. og er reiðubúinn að svara þeim spurningum sem mér skilst hann vilji beina til mín. Ég er reiðubúinn að gera það enn og sé ekkert því til fyrirstöðu að ljúka því á mjög skömmum tíma. Ég vil spyrja hvort menn vilji ekki greiða fyrir þessum málum með því að ég fái tækifæri til að svara og málið komist þannig til nefndar sem mér skilst að sé mikill áhugi á hjá mörgum. Hitt er svo rétt að einhvern tímann þurfum við að finna tíma til að setjast yfir erfitt mál sem bíður lausnar, sem stjórn fiskveiða. En við getum frestað þeim fundi eitthvað ef fljótlega er hægt að koma við svörum við þeim spurningum sem hv. þm. mun hafa í huga að bera fram.