Samningur um aðstoð í skattamálum
Miðvikudaginn 25. apríl 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. fjh.- og viðskn. á þskj. 1011 um frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samninga milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.
    Nefndin fjallaði um frv. á fundi sínum í gær og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Undir þetta nál. rita allir nefndarmenn í fjh.- og viðskn.