Starfsmenntun í atvinnulífinu
Miðvikudaginn 25. apríl 1990


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir):
    Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður beindi til mín ákveðinni fyrirspurn varðandi þau fiskvinnslunámskeið sem í gangi eru og hafa verið, hvort um sé að ræða að einhver breyting verði á því sem þar hefur verið í gangi. Ég get staðfest það hér að það er ekki hugmyndin að á því verði breyting. Þvert á móti er með frv. hugmyndin að auka frekar og styðja við bakið á slíkum fiskvinnslunámskeiðum sem verið hafa. Það er fyrst og fremst frumkvæði aðila vinnumarkaðarins í allri starfsmenntun sem verið er að undirstrika með því frv. sem hér er lagt fram, ef að lögum verður.