Dómsvald í héraði
Miðvikudaginn 25. apríl 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um viðauka við lög um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl., nr. 74 frá 27. apríl 1972.
    Nefndin hefur fjallað um frv. Það er, eins og fram kemur, flutt til staðfestingar á bráðabirgðalögum sem gefin voru út þann 13. jan. 1990 og fylgja bráðabirgðalögin sem fskj. með frv.
    Nefndin mælir með að frv. verði samþykkt óbreytt. Friðjón Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir nál. skrifa Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Ingi Björn Albertsson, Guðni Ágústsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Sighvatur Björgvinsson.