Tilraunastöðin á Reykhólum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill nú leita samstarfs við hv. þingmenn og benda á að á dagskrá á síðari fundi í dag eru málefni tilraunastöðva svo að menn grípi nú ekki til þess óyndisúrræðis að biðja um orðið um þingsköp en ræða málið efnislega í þingskapaumræðum. Nú er ég ekki að gera hv. 2. þm. Norðurl. v. það en taldi þó rétt að ítreka það áður en lengra er haldið.