Frsm. utanrmn. (Jóhann Einvarðsson):
    Hæstv. forseti. Á þskj. 114 er till. til þál. um starfsreglur Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, tillaga sem flutt er af Íslandsdeild þeirra samtaka. Sú tillaga hefur legið um tíma hjá okkur í utanrmn. og höfum við beðið eftir að settar yrðu almennar reglur um alþjóðasamskipti þingsins sem forsetar þingsins hafa nú nýverið samþykkt í samráði við formenn þingflokkanna.
    Í framhaldi af því hefur utanrmn. gengið frá svofelldu nál. á þskj. 1002:
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins sem haldið var í Nikósíu 2.--7. apríl sl. voru gerðar nokkrar breytingar á lögum sambandsins. Vegna þeirra breytinga er nauðsynlegt að fella brott ákvæði 3. mgr. 3. gr. starfsreglnanna. Þá telur nefndin einnig að best fari á því að breyta lítillega 1. gr. reglnanna þar sem vísað er til tilgangs og laga sambandsins. Í ljósi þessa leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:
    1. Við 1. gr. Í stað orðanna ,,tilgang sambandsins, sbr. lög þess sem fylgja með starfsreglum þessum`` komi: lög sambandsins.
    2. Við 3. gr. 3. mgr. falli brott.``
    Með þessum breytingum leggur nefndin til að starfsreglur Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins verði samþykktar. Undir þetta nál. skrifa allir meðlimir utanrmn.