Jón Kristjánsson:
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um till. til þál. um könnun á stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar.
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og fékk um það umsagnir frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Flugmálastjórn, Landhelgisgæslunni, Landssambandi flugbjörgunarsveita, samgrn., Sjómannasambandi Íslands og Slysavarnafélagi Íslands.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingu sem er á sérstöku þingskjali``, þskj. 995.
    Breytingin er sú að við tillgr. bætist: ,,Niðurstöður könnunarinnar verði lagðar fyrir Sþ. á næsta löggjafarþingi.``
    Undir nál. rita Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Guðrún Helgadóttir, Eggert Haukdal, Kristinn Pétursson, Ingi Björn Albertsson og Karl Steinar Guðnason.
    Til hægðarauka, af því að ég er 1. flm. þessarar tillögu, vil ég þakka nefndinni fyrir skjóta og góða afgreiðslu tillögunnar.