Samkomulag um afgreiðslu kvótafrumvarpsins
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Stefán Valgeirsson:
    Virðulegi forseti. Ég kann því mjög illa þegar ég er vændur um að fara rangt með. Ég hef ekki orðið var við það oft á minni lífsleið og allra síst hér í þingsölum að ég fari rangt með. Ég ætlast til þess að formaður sjútvn. Ed. hafi manndóm í sér til þess að biðjast afsökunar. Því ég hef fleiri vitni að þessu máli, eins og kom fram hjá Halldóri Blöndal. Ég þarf ekki að leiða vitni fram. Það vita margir hvernig þetta kom fyrir.
    Ég vil líka segja það að það voru ég og mín samtök sem gerðu kröfu um, þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð, að tekin yrði upp fiskvinnslustefna. Það er í þeim stjórnarsáttmála þannig að engum þarf að koma á óvart afstaða mín í þessu máli.