Samkomulag um afgreiðslu kvótafrumvarpsins
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Stefán Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Vegna orða sem hér hafa fallið vil ég taka það fram, og þá sérstaklega hvað líður orðum hv. þm. Skúla Alexanderssonar um Úreldingarsjóðinn og reyndar kom hér fram hjá síðasta ræðumanni einnig, að hér er bara ekki farið rétt með. Þetta mál hefur legið í nefndinni. Það er búið að ræða um málið í nefndinni. Við erum búnir að fá umsagnir um málið. Við höfum fjallað um þetta mál. Síðan var ákveðið að tengja þessi tvö mál saman. Það er hið rétta í málinu.
    Og við hv. þm. Stefán Valgeirsson vil ég segja þetta vegna þess að hann vildi fá mig hingað upp til þess að biðjast afsökunar: Stefán Valgeirsson, ég get ekki beðist afsökunar vegna þess að ég fer með rétt mál. ( SV: Ég hef mörg vitni.)