Þinglausnir
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég kenni vaxandi gleði yfir því að samkvæmt þeirri starfsáætlun sem ég hef undir höndum verða þinglausnir á laugardaginn. Þess vegna undraði mig það mjög, þegar ég hlustaði á ófriðarseggi úr Ed. tefja fyrir í Sþ. í dag, að forseti ætlaði þeim að standa í því að ræða sjávarútvegsmál meðan aðrir yrðu í friðsemd hér í Sþ. við að kveðja hvern annan. Ég óska eftir að mér verði fengin í hendur ný starfsáætlun ef ætlunin er að halda þessu þingi áfram þannig að við vitum á hverju við eigum von, þessir óbreyttu. Við fylgjumst ekki alltaf gjörla með útvarpinu í hádeginu.