Þinglausnir
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Áætlun yfir störfin í næstu viku mun koma til þingmanna nú eftir helgina. Eins og hv. 2. þm. Vestf. veit er erfitt að gefa út nákvæmar starfsáætlanir á síðustu dögum þingsins því að þær hafa tilhneigingu til að breytast. Eins og hv. þm., svo vel að sér sem hann er í stjórn ríkisins, veit að sjálfsögðu er það ekki í valdi forseta að slíta þinghaldi heldur er það í valdi forsrh. Það er ljóst að þinglausnir fara fram annaðhvort á föstudag eða laugardag í næstu viku. Ég vona að þetta sé svar sem hv. þm. getur látið sér nægja. ( SV: Má treysta því?) Hv. 6. þm. Norðurl. e. spyr hvort megi treysta því. Allt er fallvalt í þessu lífi en hyggur forseti þó að þessu megi treysta.