Frelsi í gjaldeyrismálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Friðrik Sophusson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Þótt ég sé næstur á mælendaskrá, þá stóð þannig á þegar þessu máli var frestað fyrir nokkrum dögum að ég hafði lagt ákveðnar spurningar fyrir nokkra hæstv. ráðherra í tilefni af ummælum hæstv. viðskrh. Hæstv. viðskrh. svaraði flestöllum þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar í ræðu hér fyrr í dag. En ég vil, áður en ég tek til máls, láta á það reyna hvort hæstv. forsrh. ætlar að svara þeim fyrirspurnum sem ég beindi til hans sl. mánudag þegar þetta mál var til umræðu.