Frelsi í gjaldeyrismálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti gerir sér grein fyrir að hv. þm. eru orðnir þreyttir og vinnuálag er hér mikið. En forseti hlýtur að minna sérstaklega hv. 1. þm. Reykv. á að hér erum við ekki stödd í fyrirspurnatíma. Hv. þm. er að taka til máls í umræðu um þáltill. sem eftir er að senda til nefndar og mun hljóta þinglega meðferð þar. Það er því engin ástæða til þess að beina spurningum til hæstv. ráðherra nú. Viðkomandi nefnd á eftir að fjalla um málið. Forseti hlýtur að fara að þingsköpum og leyfa umræður eftir því sem þau kveða á um. Sé það mikið mál fyrir hv. 1. þm. Reykv. að hæstv. viðskrh. fái að taka til máls í þriðja sinn, þá er forseti nú umburðarlyndur og leyfir það í trausti þess að hæstv. ráðherra misnoti ekki það góðfúslega leyfi með langri ræðu. En ég ítreka áminningu mína um að hér er verið að mæla fyrir þáltill. en við erum ekki stödd í fyrirspurnatíma.