Frelsi í gjaldeyrismálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Þorsteinn Pálsson (um þingsköp) :
    Frú forseti. Ég hygg að það sé algengt og regla fremur en undantekning að í umræðum um mál, hvort heldur eru frv. til laga eða þáltill., beini menn fyrirspurnum til ráðherra. Óvirðingarorð af hálfu forseta til þingmanna, eins og hér féllu frá forsetastóli, eru með öllu óviðunandi. Að forseti Alþingis skuli halda því fram að það stafi af þreytu þingmanna að þeir skuli bera fram fyrirspurnir til ráðherra hygg ég að sé ef ekki einsdæmi þá mjög fátítt að forseti óvirði þingmenn með þessum hætti. Ég fullyrði að þingmenn eru hér með fullri starfsorku og ekkert hefur komið fram, hvorki í máli þingmanna né ráðherra í þessari umræðu, sem gefur tilefni til þess að forseti sé með óvirðingarorð af þessu tagi í garð þingmanna.