Öryggi á vinnustöðum
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Karl Steinar Guðnason:
    Hæstv. forseti. Félmn. hefur og fjallað um þetta frv. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Frv. er flutt af Guðrúnu Agnarsdóttur og Danfríði Skarphéðinsdóttur og fjallar um mál sem má heita sjálfsagt að skilgreina betur, hvað eru ungmenni, hvað eru unglingar, hvað er barn, og verður til þess, verði frv. að lögum, að öll ákvæði verða skýrari en áður var.
    Nefndinni bárust umsagnir frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, Hollustuvernd ríkisins og Vinnueftirliti ríkisins og allir þessir aðilar mæltu með samþykkt frv. Það gerir nefndin einnig en Jóhann Einvarðsson skrifar undir álitið með fyrirvara.