Öryggi á vinnustöðum
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Guðrún Agnarsdóttir (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég sætti mig fyllilega við að þessu máli verði frestað um stund til að gefa hv. 2. þm. Norðurl. e. tækifæri til að kynna sér málið betur. Ég þekki það vel að í miklu annríki er erfitt að setja sig inn í öll mál sem drífur hér að og þetta er frekar lítið mál sem hefur kannski bara hreinlega farið fram hjá og trúlega ekki í nefnd sem hv. þm. situr í. En aðeins bara sem veganesti til íhugunar vil ég benda hv. þm. á að þetta sem hann fettir fingur út í er þegar í lögum. Lögin segja þetta nú þegar og það er ekki verið að breyta því. ( HBl: Ekki bætir það úr skák.) Þá verður hv. þm. bara að flytja brtt. við lögin því ég og meðflutningskona mín, Danfríður Skarphéðinsdóttir, við erum ekki að leggja til neitt sem breytir því sem hv. er að fjalla um. Þetta er í lögum nú þegar.