Fullorðinsfræðsla
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Ég tel sjálfsagt að taka mið af athugasemdum hv. 6. þm. Reykv. varðandi 7. gr. frv. Það er auðvitað hárrétt sem hún sagði, að því aðeins ber löggjöf af því tagi sem hér er gerð tillaga um árangur að einhverjir fjármunir fáist til þess að framkvæma hana. Ég vildi aðeins nefna það við hæstv. forseta hvort ekki væri rétt, með hliðsjón af því að þetta mál er náskylt frv. til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu og með hliðsjón af því að m.a. koma félmrn. og aðilar vinnumarkaðarins við sögu í yfirstjórn fullorðinsfræðslunnar samkvæmt 3. gr., hvort ekki væri skynsamlegt að vísa þessu frv. líka til hv. félmn. þannig að málin séu bæði hjá sömu nefndinni og fái samhliða afgreiðslu.