Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Forseti (Geir H. Haarde):
    Forseti vill láta þess getið, eins og heyra má á máli þessara tveggja þingflokksformanna, að náðst hefur samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu hér í deildinni um að fresta málinu og forseti getur fyrir sitt leyti á það samkomulag fallist.
    Umræðu um 7. dagskrármálið er því frestað, en hv. 1. þm. Suðurl. er í miðri ræðu og næstur á mælendaskrá eftir honum er hv. 6. þm. Norðurl. e.