Frumvarp um yfirstjórn umhverfismála
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Forseti (Geir H. Haarde):
    Forseti vill upplýsa að hæstv. umhverfisráðherra er ekki í húsinu. Þar sem áliðið er dags og fundur búinn að standa hér frá því kl. 10 í morgun sér forseti ekki ástæðu til að gera ráðstafanir til þess að láta kalla hann sérstaklega út. Forseti telur hins vegar að tilmæli hv. 2. þm. Reykn. séu réttmæt, óeðlilegt sé að halda umræðum áfram um þetta mál meðan ráðherra málaflokksins er fjarverandi.