Guðrún Helgadóttir:
    Hæstv. forseti. Ég ætlaði ekki að taka þátt í umræðu um þetta mál, um það hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Hv. 2. þm. Vestf. bar hins vegar fram fyrirspurn vegna orða í greinargerð með till. Ég vil þess vegna, til upplýsingar honum, lesa hér úr minnisblaði frá skrifstofustjóra Alþingis sem hann fékk frá Jóni G. Tómassyni borgarlögmanni 31. des. 1989. Þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Borgarstjóri telur ekki standa upp á sig að gefa ákveðin svör eftir fundinn með forsetum Alþingis 20. sept. sl. en afstaða hans kom þar fram.``
    Hér með fær hv. 2. þm. Vestf. svar við því að fundurinn fór fram 20. sept. sl. En afstaða hans kom þar fram og síðan segir áfram, með leyfi forseta:
,,1. Borgarstjórn telur æskilegt að Hótel Borg verði rekin áfram sem hótel.
    2. Breytt nýting á húseigninni kallar á leyfi frá byggingarnefnd Reykjavíkurborgar.
    3. Borgaryfirvöld`` --- og ég bið hv. þingheim að hlýða vel á --- ,,Borgaryfirvöld ætla ekki að skipta sér af því né hafa áhrif á það að áfram verði rekið hótel á þessum stað.``
    Ég hef lokið máli mínu, frú forseti.