Þorv. Garðar Kristjánsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Þetta skal engan tíma taka. Í ræðu minni hér áðan þá talaði hæstv. forseti til mín og spurði mig hvort ég gæti fljótlega lokið ræðu minni vegna þess að þingflokksfundir byrjuðu kl. 5. Ég vildi verða við ósk hæstv. forseta um það. En mér var kunnugt um að fleiri voru á mælendaskrá og það hvarflaði ekki að mér annað en umræðunni yrði frestað. Ég óska því eftir því að umræðunni verði frestað því ég á eftir ýmsa útlistun sem m.a. hv. 6. þm. Norðurl. e. gaf mér tilefni til eftir að ég lauk máli mínu.