Þorv. Garðar Kristjánsson (um þingsköp) :
    Ég verð nú að segja það að mig undrar það stórlega að hæstv. forseti skuli segja að umræðu sé lokið þegar búið er að biðja um orðið. Og ég var búinn að biðja um orðið áður en ég talaði um þingsköp. Ég tala núna um þingsköp. Þetta er einfalt mál. Ég stytti mál mitt áðan að beiðni forseta á þeirri forsendu að þingflokksfundir ættu að hefjast kl. 5. En það héldu áfram umræður og þá óskaði ég áfram eftir orðinu. Þetta er einfalt.