Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Mánudaginn 30. apríl 1990


     Þorsteinn Pálsson:
    Herra forseti. Ég ætla fyrst og fremst að þakka hæstv. fjmrh. fyrir mjög skýr og góð svör við þeirri spurningu sem ég bar hér fram. Ég lít svo á eftir þetta svar að hann sé tilbúinn til viðræðna um hugsanlega lausn á málinu á grundvelli þeirra viðhorfa sem hér komu fram, bæði af hálfu talsmanna ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, í umræðum um þetta mál. Ég vona að slíkar viðræður geti leitt til farsællar og skynsamlegrar lausnar og geri fastlega ráð fyrir að hæstv. forsrh., sem er flutningsmaður þessa máls, sé þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að slíkar viðræður fari fram þar sem menn freisti þess að leita lausnar í málinu, en vil ítreka þakklæti mitt til hæstv. fjmrh. fyrir svarið.