Launasjóður stórmeistara í skák
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegur forseti. Vegna orða hv. 2. þm. Norðurl. e. áðan um þetta frv. þá mótmæli ég þeim orðum hans að það sé lítilsvirðing við konur. Það er verið að grípa hér til hvetjandi aðgerða og það er almennt, að ég tel, vilji fyrir því í mörgum tilvikum að grípa til tímabundinna aðgerða til þess að gera það átak í jafnréttismálum sem þörf er á.