Launasjóður stórmeistara í skák
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég vil ekki setja þetta mál í neina hættu, en ég ítreka það sem ég sagði áður að ákvæði af þessu tagi er móðgandi fyrir konur og á ekki rétt á sér. Konur eru fullfærar um að skila sama árangri í skák og karlar. Ég dreg það ekki í efa eitt andartak. En með hliðsjón af því að ég tel þetta í heild til bóta þá greiði ég ekki atkvæði.