Stjórn fiskveiða
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Skúli Alexandersson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Mér er tjáð að það sé samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um það að þing haldi áfram út næstu viku jafnvel, eða svo lengi sem þörf er á til þess að afgreiða umhverfisfrv. Ég tel því alveg ástæðulaust að flýta afgreiðslu mála hér í hv. deild fyrst búið er að ákveða þetta. Okkar afstaða til þess að klára mál þau sem hér eru til umræðu var byggð á því að við ætluðum að afgreiða þessi mál fyrir helgi. En fyrst svo er frá gengið að þingstörf haldi áfram þá er ástæðulaust að við séum hér langt fram eftir nóttu við atkvæðagreiðslu.