Stjórn fiskveiða
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Skúli Alexandersson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég vil bljúgur og mjúkur koma hér í ræðustól og biðja hæstv. menntmrh. afsökunar á því að ég skuli hafa ávarpað þingdeildina á þann veg að ég vissi hlutina eins og ráðherra. Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að ég er ekki í þessari ríkisstjórn. En hæstv. umhvrh. gaf mér upplýsingar um stöðu þessara mála og ég taldi mig þar af leiðandi geta sagt um málið á þann veg að þetta hefði gerst í ríkisstjórninni. Hann sagði mér þessa hluti og ég veit að hæstv. umhvrh. mun upplýsa þetta. Ég vil endurtaka það enn á ný að ég bið virðulegan menntmrh. afsökunar á því að ég hef komið hér í ræðustól og fullyrt eins og ráðherra. --- [Fundarhlé.]