Frumvarp um yfirstjórn umhverfismála
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Ásgeir Hannes Eiríksson :
    Virðulegi forseti. Það er stutt til þinglausna, vonum við öll, og hér er á dagskrá mál sem hefur oft verið rætt en aldrei þó í botn. Ég veit ekki hvað aðrir hugsa en ég held þó að það sé enginn hér inni sem ekki er kominn hingað á þingið til þess að vinna, og nú blasir við okkur að geta hugsanlega tæmt dagskrána í eitt skipti, lokið við þau mál sem eru komin á það stig að gera megi að lögum áður en við ljúkum væntanlega þingi á laugardaginn. Ég sé enga ástæðu til þess að slíta þessum fundi fyrr en við höfum rætt þetta mál og afgreitt það héðan úr deildinni.