Frumvarp um yfirstjórn umhverfismála
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna þessarar umræðu vill sá forseti er hér stendur taka fram eftirfarandi: Hann hefur legið undir ámæli fyrir það að drífa það dagskrármál sem hér er til umræðu, yfirstjórn umhverfismála, ekki nægilega vel áfram. Hann hefur legið undir ámæli fyrir það að halda ekki næturfundi til þess að keyra þetta mál áfram. Þessi forseti hefur hins vegar metið samkomulag meira en það að þvinga málið í gegn.
    Forseti verður að segja það sem sína skoðun að hann er búinn að fá hálsfylli af þessu máli vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið. Engu að síður telur forseti nauðsynlegt vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja í þinginu að halda þessari umræðu áfram. Forseti á ekki annan kost í stöðunni og mun gera það.