Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna þessara orða vill forseti taka það fram að störf voru samræmd. Það var ráð fyrir því gert að þessi fundur stæði til klukkan eitt eða hálftvö. Forseti hefur farið þess á leit við formann hv. samgn. deildarinnar að hann fresti fundi sínum til hálftvö svo þessi fundur geti staðið til klukkan hálftvö svo hv. 18. þm. Reykv. geti tekið til máls í þessari umræðu og forseti þurfi ekki að slíta fundi klukkan eitt eins og ráð var fyrir gert.