Flokkun og mat á gærum og ull
Föstudaginn 04. maí 1990


     Frsm. landbn. (Skúli Alexandersson):
    Herra forseti. Landbn. hefur fjallað um frv. um flokkun og mat á gærum og ull. Nefndin fékk til viðræðu við sig þá Hauk Halldórsson og Gísla Karlsson frá Stéttarsambandi bænda. Frv. er orðið til vegna áhuga frá framleiðsluráði og tilkomið til þess að samræma ullarmat því markmiði að ullin verði verðmætari og stærri hlutur í afurðum sauðfjár.
    Nefndin mælir öll með samþykkt frv. með breytingu á 3. gr. Lagt er til að kaupanda verði heimilt að meta ullina heima hjá framleiðanda. Karvel Pálmason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.