Heilbrigðisþjónusta
Föstudaginn 04. maí 1990


     Karl Steinar Guðnason:
    Herra forseti. Mál ber svo hratt að að ég hef ekki haft tíma til að koma á framfæri brtt. sem við, þingmenn Reykn., ætlum að flytja við þetta frv., við 23. gr., og er svohljóðandi:
    ,,a. Á eftir orðinu ,,Reykjavíkurborgar`` í fyrri málsl. efnismgr. a-liðar (30.2) komi: og Hafnarfjarðarbæjar.
    b. Í stað orðanna ,,Borgarstjórn Reykjavíkurborgar`` í síðari málsl. efnismgr. a-liðar (30.2) komi: Sveitarstjórn.``
    Þetta á við það að Hafnarfjarðarbær lúti sömu reglum og lögum og Reykjavíkurborg hvað snertir stjórn sjúkrahúsa. Ég legg þetta hér fyrir.