Sjómannalög
Föstudaginn 04. maí 1990


     Karvel Pálmason:
    Virðulegur forseti. Hér er komið aftur til deildarinnar mál sem var búið að afgreiða en gerð var á lítilfjörleg breyting í Nd. Breytingin er svohljóðandi:
    ,,Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
    1. málsl. 1. mgr. 74. gr. orðist svo: Yfirsjónir þær, sem ræðir um í 1. mgr. 80. gr., skulu eigi sæta opinberri málssókn nema skipstjóri eða útgerðarmaður krefjist þess.``
    Þetta eru breyting sem hv. Nd. gerði á frv. og samgn. er sammála um að mæla með því að hún verði samþykkt.