Ríkisreikningur 1988
Föstudaginn 04. maí 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu skal ég mæla fyrir þessu máli. Þetta er nál. fjh.- og viðskn. um frv. um ríkisreikning fyrir árið 1988. Nefndin fjallaði um þetta gagnmerka frv. og leggur eindregið til að það verði samþykkt.
    Þórhildur Þorleifsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þeir sem undirrituða nál. eru Friðrik Sophusson, Matthías Bjarnason, Guðmundur G. Þórarinsson, Sverrir Sveinsson, Ragnar Arnalds og Jón Sæmundur Sigurjónsson.