Tekjuskattur og eignarskattur
Föstudaginn 04. maí 1990


     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Það frv. til laga sem hér liggur frammi um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, er flutt af hv. fjh.- og viðskn.
    Ég vil í upphafi máls míns þakka nefndinni fyrir að flytja þetta frv. Það er mjög mikið sanngirnismál og bætir eftirlifandi maka örlítið það fjárhagslega tjón sem verður við slíkan atburð.
    Í ræðu sinni hér á undan rakti hv. 1. þm. Reykv. gang þessa máls í þinginu. Ég hef út af fyrir sig ekki miklu við það að bæta en tel hins vegar að þetta mál sé farsællega leyst og fagna því að það hefur verið lagt fram með þessum hætti.