Atkvæðagreiðslur
Föstudaginn 04. maí 1990


     Guðrún Helgadóttir:
    Hæstv. forseti. Það eru ósköp skiljanlegar hugrenningar sem hv. 1. þm. Vestf. lýsti hér áðan. En ég vil aðeins að það komi fram til upplýsingar að svo stendur á í þinginu nú að á sunnudagsmorgun fara a.m.k. sex þingmenn sem taka þátt í störfum Evrópuráðs til funda þar og þeim fundum er auðvitað ekki hægt að breyta. Auk þess verður a.m.k. einn ráðherra fjarverandi ef ekki tveir. Það er því ekki annað sýnt en ef þingstörf stæðu fram yfir helgi yrðu að koma hér inn, ja líklega tíu varamenn. Og það auðveldar ekki þingstörf, eins og ég veit að hv. þm. hljóta að gera sér grein fyrir, að fá nýja menn inn í mál sem eru hér á síðustu stigum afgreiðslu. Ég vil því biðja hv. þm. að íhuga það mjög vandlega hvort ekki sé unnt að ljúka þingi eins og til stóð á morgun, hvenær sem það verður.