Þorv. Garðar Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Það eru hrein ósannindi að undir minni stjórn hafi verið teknar ákvarðanir og farið fram kjör eða atkvæðagreiðsla á fundum þar sem ekki hefur verið tilskilinn meiri hluti mættur. Það eru hrein ósannindi og ég veit ekki dæmi til þess að það hafi gerst undir stjórn nokkurs annars forseta.