Tekjuskattur og eignarskattur
Laugardaginn 05. maí 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1291 frá fjh.- og viðskn. Samstaða varð í nefndinni um að leggja til að frv. verði samþykkt en það fjallar um að eftirlifandi maki njóti góðs af persónufrádrætti hins látna maka.
    Þetta frv. var upphaflega flutt af þm. Friðriki Sophussyni og Inga Birni Albertssyni en fjh.- og viðskn. Nd. gerði ýmsar breytingar á frv. og flytur það.
    Ég legg til að frv. þetta verði samþykkt.