Ríkisreikningur 1988
Laugardaginn 05. maí 1990


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Jóhann Einvarðsson):
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. fjh.- og viðskn. varðandi frv. til laga um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1988. Nál. hljóðar svo:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt.
    Guðrún Agnarsdóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins.``
    Undir þetta nál. skrifa Guðmundur Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Skúli Alexandersson, Sveinn Gunnar Hálfdánarson, Halldór Blöndal og Eyjólfur Konráð Jónsson. Þeir tveir skrifa undir með fyrirvara.