Þinglausnir
Laugardaginn 05. maí 1990


     Forseti (Jón Helgason):
    Stefnt er að því að þinglausnir fari fram í kvöld kl. 9. Menn eru misjafnlega ánægðir yfir því að þinglausnir skuli dragast svo en af tæknilegum ástæðum virðist vera útilokað að koma þeim á fyrr.
    Á dagskrá þessa fundar hér sem við vorum að samþykkja eru sex mál sem reynt verður að afgreiða. Auk þess eru tvö mál hér í hv. Ed. sem vísað var til nefndar. Það verður gert stutt hlé á þessum fundi og nefndarfundir haldnir og séð hver afdrif þeirra mála verða áður en fundi verður síðan fram haldið. En nú verður gengið í að afgreiða nokkur mál á þessari dagskrá áður en hlé verður gefið til nefndarfunda.