Starfslok efri deildar
Laugardaginn 05. maí 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég þakka hlý orð og árnaðaróskir í garð okkar þingmanna um leið og ég þakka fyrir samstarf á þessu þingi og góða fundarstjórn og fullyrði að samstarfið hafi verið betra eftir því sem á leið veturinn sem er merki um það að hér séu þroskaðir menn og konur í þessari hv. deild. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans gleðilegs sumars, allra heilla og góðrar heimkomu. Um leið þakka ég skrifstofustjóra Alþingis og starfsmönnum fyrir mikla greiðvirkni og góð störf, oft við erfiðar aðstæður og kannski misjafna vinnuaðstöðu satt að segja. Ég óska þeim gleðilegs sumars og fjölskyldum þeirra og bið hv. þm. að rísa úr sætum til samþykkis.
    Gleðilegt sumar. --- [Deildarmenn risu úr sætum].