Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Laugardaginn 05. maí 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Vissulega hefði það tafið fyrir forseta að þurfa að lesa málaskrána. En þetta mál fjallar um fiskveiðar í landhelgi Íslands og varðar fyrst og fremst það atriði að Færeyingar og Grænlendingar hafi óheftan rétt til löndunar á sjávarafla á Íslandi og þá þjónustu. Ég hygg að það fari ekki á milli mála að þær skýringar dugi til þess að nefndarmenn í sjútvn. Ed. kannist við þetta mál.