Húsnæðisstofnun ríkisins
Laugardaginn 05. maí 1990


     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Hér er um að ræða tilraun til þess að afstýra afleiðingum þess hneykslis sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á, frá 5. des. sl. varðandi ákvörðun vaxta á lánum Byggingarsjóðs ríkisins. Afstaða minni hl. nefndarinnar er í samræmi við afstöðu til að mynda Borgfl. Þess vegna hlýtur, til þess að afstýra hér frekara hneyksli og erfiðleikum íbúðareigenda og húsbyggjenda, að eiga að vísa þessari rökstuddu dagskrártillögu frá og ég segi nei.